-->
 
Um okkur

Cabas tjónamatskerfi

Vottað af Bílgreinasambandinu 

Hvað merkir Cabas verkstæði?

CABAS er tjónamatskerfi fyrir verkstæði til að meta viðgerðarkostnað vegna skemmda á ökutæki. Með tilkomu CABAS geta bíleigendur snúið sér beint til næsta CABAS verkstæðis þegar tjón verður.

Þegar verkstæði er merkt á þennan hátt getur tjónþoli snúið sér beint til næsta CABAS verkstæðis og látið meta umfang tjónsins um leið og viðgerðartími er pantaður.

Verkstæðið sér síðan um að koma upplýsingum um tjónið til viðkomandi tryggingarfélags. Cabas-verkstæði geta einnig tekið á móti tjónstilkynningum og faxað þær til tryggingafélags til að flýta fyrir bótaskylduákvörðun.

Þegar þú kemur með bílinn til viðgerðar hjá okkur vegna tryggingatjóns, getum við útvegað bílaleigubíl sem þú hefur til afnota, þér að kostnaðarlausu á meðan á viðgerð stendur.
Fara á vef Varðar     Fara á vef TM     Fara á vef Vís     Fara á vef Sjóvá